Spegillinn

Ár frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu

Forseti Úkraínu segir Úkraínumenn eigi sigurinn vísan gegn Rússum því gefnu Vesturlönd standi við loforð sín um aðstoð. Ár er síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu.

Formenn aðildarfélaga ASÍ segja það stefni í óefni í gerð næstu kjarasamninga. Framganga ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd harðlega í ályktun þeirra.

Settur ríkissáttasemjari segist sæta lagi með leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA.

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir olíulekann frá bensínstöð Costco í Garðabæ grafalvarlegan. Ljóst Costco þurfi taka til í sínum málum. Oddviti Samfylkingar segir ljóst eitthvað í öryggiskerfi bæjarins virki ekki.

Vindorkuver lúta mestu sömu lögmálum og aðrar virkjanir þegar áhrif þeirra á náttúru, menningarminjar, landslag og víðerni eru greind og metin, en þó eru einstaka þættir sem rannsaka þarf sérstaklega.

-----

Í dag er ár liðið frá því Vladimir Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði her sínum ráðast inn í Úkraínu. Þúsundir hafa fallið í átökunum og heimili og lífsviðurvægi milljóna er í rúst vegna innrásarinnar. Heimsbyggðin hefur fylkt sér baki úkraínsku þjóðinni og fordæmt framferði Rússa.

Í sögubókum framtíðarinnar verður án efa talað um innlimun Rússa á Krímskaga 2014 og innrás þeirra í Úkraínu árið 2022 í sama vetfangi. Atburðirnir eru enda tengdir og mörgu leyti aðeins tveir þættir í sömu atburðarás.

Innrás Rússa er hins vegar, ein og sér, einhver stærsti atburður í sögu Evrópu síðustu áratuga og jafnvel þó heimurinn allur meðtalinn. Hundruð þúsunda hafa verið drepnir, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, milljónir eru á vergangi og annars eins fólksflótti í Evrópu hefur ekki þekkst síðan í seinna stríði.

Á dögunum var haldinn kynningarfundur um störf verkefnastjórnar og faghópa sem vinna fimmta áfanga rammaáætlunar. Faghóparnir eru fjórir og fyrsti er með náttúru og menningarminjar á sinni könnu. Hafdís Hanna Ægisdóttir plöntuvistfræðingur og forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands er formaður þessa faghóps, sem hefur það verkefni meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna. Þetta er ærið verkefni.

Spegillinn 24. 2.2023

Umsjón: Bjarni Rúnarsson.

Tæknimaður: Mark Eldred.

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Frumflutt

24. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir