• 00:00:08Formaður KÍ um drengjaskýrslu
  • 00:08:27Ketamín færir sig upp á skaftið
  • 00:14:38Verkföll lama Færeyjar

Spegillinn

Strákar í skóla, ketamín og verkföllin í Færeyjum

Fyrir tveimur árum hófst vinna í barna- og menntamálaráðuneytinu til finna leiðir til styrkja stöðu drengja í skólakerfinu. Stöðu sem er um margt alvarleg og getur enn versnað, eins og fram kom í máli Tryggva Hjaltasonar höfundar úttektar og skýrslu sem kynnt var í gær og fjallað um í Speglinum. Þar voru lagðar til fjölmargar aðgerðir og lausnir til sporna við því námsárangri drengja hraki og brottfalli þeirra úr námi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við formanna Kennarasambands Íslands.

Notkun ketamíns hefur aukist í Evrópu og efnið fannst við rannsókn á skólpi í fyrsta skipti í fyrra. Svipuð þróun virðist í gangi hér á landi, lagt hefur verið hald á mun meira af ketamíni síðustu tvö ár en árin þar á undan. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um ketamín.

Verkföll í Færeyjum hafa staðið í rúmlega þrjár vikur og Halla Nolsøe Poulsen, fyrrverandi sendiherra Færeyja á Íslandi, segir færeyskan almenning vera farinn finna vel fyrir afleiðingum þess. Ævar Örn Jósepsson segir frá.

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir