Spegillinn

Endurnýjaðar sveitastjórnir, megrunarlyfin og veitingastaðir. Og glös sem valda tjóni á ráðuneytisbílum

Meira en helmingur fulltrúa í sveitarstjórnum var kosinn fyrsta sinni í síðustu kosningum og horfur á svo verði aftur í vor. Endurnýjunarhlutfallið í sveitarstjórnum hefur verið um 60% í kosningum undnafarið og það er hátt í alþjóðlegu samhengi segir Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í stjórnmálafræði. Álagið á sveitarstjórnarmenn mikið og umbunin ekki endilega í samræmi við það.

Áhrif mikillar og vaxandi notkunar þyngdarstjórnunarlyfa eru margvísleg, og teygja sig langt út fyrir líf og tilveru þeirra sem nota þau og ofsahagnað þeirra sem framleiða þau. Meðal annars til veitingabransans því honum blæðir, á meðan lyfjabransinn græðir.

Forsætisráðuneytið hefur þurft borga á aðra milljón króna fyrir viðgerðir á skemmdum á bílum sem það telur vera eftir gesti Petersen-svítunnar í Gamla Bíói. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skarst í leikinn í desember og bað Reykjavíkurborg tryggja gerðar yrðu viðeigandi ráðstafanir. Eigandanum finnst yfirvöld fara offari en hefur brugðist við.

Frumflutt

16. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,