Spegillinn

Landris við Torfajökul og aukin tíðni skorpulifrar.

Spegillinn 16. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Það er brýnt bæta tækjakost og mælingar við Torfajökul dómi Kristínar Jónsdóttur, deildarstjóra eldvirkni á Veðurstofunni. Líklegra gjósi fyrr í Öskju en Torfajökli. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað síðustu vikur. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir aftur verði tekið til við örvunarbólusetningar gegn covid í haust. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hana.

Trans-fólk fær ekki líf- og sjúkdómatryggingu ef það hyggur á kynstaðfestingaraðgerð, Áralöng bið getur verið eftir aðgerð segir Ólöf Bjarki Antons formaður Trans-Íslands. Alma Ómarsdóttir ræddi við hán.

Tilraunaverkefni Landhelgisgæslunnar, gera aðra þyrlu sína út frá Akureyri um helgina, gekk vonum framar segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar. Ari Páll Karlsson talaði við hann .

ASÍ skorar á stjórnvöld standa undir þeirri ábyrgð sem þau beri á lífi og velferð flóttafólks, undan henni geti ríkisvaldið ekki hlaupist.

Breska Þjóðminjasafnið hefur rekið starfsmann vegna gruns um þjófnað og skemmdarverk á safnmunum. Meðal munanna eru skartgripir úr gulli og eðalsteinar. Ástrós Signýjardóttir sagði frá.

Gröfumaður slapp með minni háttar áverka þegar grafa hans valt tuttugu til þrjátíu metra fram af stalli í fjallshlíð Fremri-Kárahnjúks í júlí. Vinna niðri um tíma eftir slysið en verkið er aftur komið á áætlun.

Bandaríkjaforseti heldur til hamfarasvæðanna á Havaí í næstu viku, skógareldar hafa orðið rúmlega hundrað manns bana. Ari Páll Karlsson sagði frá.

---------

Tíðni skorpulifrar hefur margfaldast á síðustu áratugum og heildarneysla áfengis aukist mjög á sama tíma. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni og forstöðumann fræðasviðs lyflækninga við Háskóla Íslands

Verðbólgan í Bretlandi lækkaði um rúmlega eitt prósent í júlí frá mánuðinum á undan. Stjórnvöld segja þó enga ástæðu til fagna. Framfærslukostnaður verði hár enn um sinn. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Erfið staða er í velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Akureyri vegna fækkunar hjúkrunarrýma og erfiðleika við ráða fólk í umönnunarstörf. Hulda Elma Eysteinsdóttir, formaður velferðarráðs hjá Akureyrarbæ segir ástandið óviðunandi. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman og ræddi við Teit Guðmundsson, forstjóra Heilsuverndar.

Frumflutt

16. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,