• 00:00:10Loðnurannsóknir að hefjast
  • 00:08:50Vígvöllur sögunnar

Spegillinn

Loðnuleit og áróðursmaskína Rússa

Loðnurannsóknir hefjast á mánudaginn þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur af stað í árlegan könnunarleiðangur Hafrannsóknastofnunar. Ferðinni er heitið norður og austur fyrir land til kanna hversu langt loðnan er gengin inn í landhelgina. Vika er áætluð í þennan leiðangur og með vitneskju úr honum verður hægt leggja drög heildarmælingu á loðnunni. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafró, gerir ráð fyrir það geti orðið á bilinu fimmtánda til tuttugasta janúar og fimm skip taki þátt í þeim leiðangri.

Rússnesk stjórnvöld reka ekki bara stríð á jörðu. Þau hafa undanfarin ár farið mikinn í áróðursstríði þar sem farið er frjálslega með söguleg sannindi. Þau réttlættu innrás í Úkraínu með því þar réðu nýnasistar og það þyrfti verja íbúa þar fyrir yfirgangi nasista og þjóðarmorði. En rússnesk stjórnvöld hafa horn í síðu fleiri ríkja og viðhafa álíka undirróður gegn þeim.

Frumflutt

2. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,