Spegillinn

Borgarskjalasafn lagt niður, Samfylkingin eykur fylgi og vindorkuver

Spegillinn 02.03. 2023

Borgarráð samþykkti í dag leggja niður Borgarskjalasafn og hefja viðræður við Þjóðskjalasafn um sameiginlega vörslu gagna. Borgarstjóri telur breytingin eigi eftir auka aðgengi skjölum.

Samfylkingin mælist með mest fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, annan mánuðinn í röð. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og hefur ekki mælst minni.

Nýsamþykkt endurskoðuð þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er stefnulaust plagg. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra.

Starfsmenn grísku járnbrautanna segja vanræksla stjórnvalda hafi átt þátt í lestarslysinu í Grikklandi í gærmorgun þar sem 47 manns fórust. Þeir lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni.

Færð á vegum er óvenjugóð miðað við árstíma segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar og nær allir vegir færir.

-----------------------------------------------------------

TIKTOK, - kínverska samskiptaforritið sem hefur fengið ungt fólk um allan heim til stíga samhæfð dansspor á víðavangi og gera upphlaup í matvöruverslunum hefur átt undir högg sækja síðustu daga. En á sama tíma og bandarísk og evrópsk stjórnvöld og fjölmiðlar banna starfsfólki sínu nota forritið á vinnusímum verður tiktok opinber samfélagsmiðill Eurovision-keppninnar.

Á þriðja tug vindorkuvera eru til skoðunar hjá Orkustofnun, verkefnissstjórn rammaáætlunar og fjórum faghópum sem undir hana heyra. Jón Ásgeir Kalmansson siðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands fer fyrir hópnum sem hefur það hlutverk meta virkjunarkosti með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og margt fleira.

Á Vestfjörðum mætti spara raforku sem nemur tíu til tólf megavöttum ef þar fyndist heitt vatn í jörðu sem dygði til leysa af hólmi rafkyntar hitaveitur. Orkubústjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta fljótteknustu raforkuvirkjun sem völ er á í fjórðungnum. Með vorinu hefst jarðhitaleit á Ísafirði og Patreksfirði.

Umsjónarmaður Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður Jón Þór Helgason

Stjórnandi fréttaútsendingar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Frumflutt

2. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir