Spegillinn

Jarðhræringar á Reykjaneshrygg, Úkraína, loftslag og samfélag

6. nóvember 2023

Ef gera á allt sem hægt er - til verja orkuverið í Svartsengi og þar með Grindavíkurbæ þarf reisa háa og áberandi varnargarða, segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir þurfi ákveða hvort ráðast eigi í það verkefni og vill það verði skoðað alvarlega reisa varnargarða við orkuverið í Svartsengi. Ragnhildur Thorlacius ræddi við hann eftir fund almannavarna.

Volodymyr Zelenzky, forseti Úkraínu mótmælir fullyrðingum um stríðið við innrásarher Rússlands orðið þrátefli. Hann kannast ekki við leiðtogar vestrænna ríkja hafi þrýst á hann um hefja friðarviðræður við Rússa. Þetta sagði forsetinn á fréttafundi eftir ávarp Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem kom í óvænta heimsókn til Úkraínu.

Róttækrar breytingar er þörf á hugarfari og gildismati almennings í ljósi yfirstandandi loftslagsbreytinga. Ekki hægt kaupa sig frá hnattrænum afleiðingum þeirra, sem bitni líka á Íslendingum. Þetta segir Helga Ögmundardóttir mannfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, en hún er einn höfunda fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsmál. Hennar sérsvið er áhrif loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag, menningu og listir.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,