Spegillinn

Flugskeytaárásir á Gaza og brotalamir í heilbrigðiskerfi

9. október 2023

Á annað þúsund hafa fallið frá því stríð braust út á laugardag milli stjórnarhersins í Ísrael og palestínskra vígamanna Hamas frá Gaza-svæðinu.

Ísraelsher skaut helmingi fleiri flugskeytum yfir til Gaza í dag en um helgina.

Kona frá Palestínu sem búið hefur á Íslandi lengi segir Hamas-samtökin séu frelsishreyfing. Ræðismaður Íslands í Ísrael segir hins vegar þau þrífist á hatri.

Vinna hófst í gær við höfnina í Þorlákshöfn án þess búið væri veita leyfi fyrir framkvæmdum, sem voru kynntar í sumar. Misskilningur segir bæjarstjórinn. Umhverfisstofnun segir ekki megi breyta strandlengjunni án hennar leyfis.

-----------

Heilbrigðiskerfið erof brotakennt því þjónusta þess hefir ekki þróast nægilega út frá þörfum notenda heldur hafa veitendur ráðið för segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Fjöldi þeirra sem þurfa umfangsmikla þjónustu hefur vaxið og þjónustan sem þeir þurfa getur verið flókin en ekki endilega mjög sérhæfð. Sérhæfingin haf gengið út yfir almenna þjónustu.

Landlæknisembættið fylgist með ávísunum lækna á ópíóíða, segir Alma Möller landlæknir. Dregið hefur úr ávísunum lækna á þá undanfarin ár. Lögregla hefur aftur á móti lagt halda á margfallt meira af ópíóíðum undanfarin misseri. 17 létust af völdum ofneyslu ópíóíða á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,