Spegillinn

Kjaraviðræður, þjóðarpúls, fugladauði, verðbólga og garðyrkjubúskapur

Spegillinn 01.06.2023

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Samningafundur í deilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga - viðræður ganga vel

Margar tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um dauða fugla víðs vegar um landið undanförnu. Niðurstöður greiningar sýna það var ekki fuglaflensa sem dró þá til dauða, nema í einu tilfelli.

Samfylkingin mælist stærst flokka í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi hennar hefur nær þrefaldast frá síðustu kosningum. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs dregst enn saman.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum á Alþingi í dag. Þeir segja andlátum fara fjölgandi og vanlíðan aukast.

Ekkert lát er á skógareldum í Kanada sem stjórnvöld segja þá mestu í sögu landsins

Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum.

Bílasala var 15 prósentum meiri í maí en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir.

----

Það er forgangsatriði lækka vexti og draga úr verðbólgu, segir yfirhagfræðingur ASÍ. Hann segir ekki hægt skella skuldinni á launafólk og samtök þeirra, stjórnvöld og fyrirtæki landsins verði leggja sitt af mörkum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Róbert Farestveit.

Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir marga vonsvikna með búvörusamningsviðræður. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við hann.

Norður-Kóreumenn ætla við fyrsta tækifæri koma njósna-gervihnetti á sporbaug um jörðu með réttum hætti, hafði ríkisfréttastofan í Pyongyang í dag eftir Kim Yo Jong, talsmanni stjórnvalda og systur einvaldsins Kims Jong Uns. Fyrsta tilraun þeirra mistókst í gær þegar eldflaug sem átti koma hnettinum á rétta braut sprakk skömmu eftir henni var skotið á loft. Ásgeir Tómasson segir frá.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,