Spegillinn

Kennari/bloggari í FG, TikTok sektað, stjórnarskrárbreytingar

Spegillinn 15.09.2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Skólameistari í fjölbrautaskóla Garðabæjar telur ekki rétt reka kennara þrátt fyrir umdeildar bloggfærslur hans geti valdið nemendum vanlíðan. Kennarar við skólann eru margir ósáttir. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Kristin Þorsteinsson skólameistara og Petrúnu Björgu Jónsdóttur, kennara og hinseginfulltrúa skólans.

Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur dregið sig út úr vinnu við sameiningu MA og VMA vegna ummæla Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra í fjölmiðlum.

Persónuvernd Írlands hefur sektað kínverska samfélagsmiðlinn TikTok um 345 milljónir evra, sem jafngildir um 50 milljörðum íslenskra króna, vegna meðhöndlunar gagna árið 2020. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá.

Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. Fátt bendir til þess það lækki á næstunni, mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Benedikt Sigurðsson talaði við hann.

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Arnar Björnsson ræddi söfnunina viðp Odd Frey Þorsteinsson, kynningarstjóra RKÍ.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögur þær stjórnarskrárbreytingum sem birtar voru í dag séu ekki hennar en þær byggist á mikilli vinnu sem á undan fór og vonar þær verði grundvöllur samræðu og sáttar um stjórnarskrá. Hún fáist ekki nema allir horfi til framfara og ekki bara nákvæmlega eigin hugmynda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Katrínu.

Eiginmaður Ernu Solbrerg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur viðurkennt hafa blekkt konu sína og stundað umfangsmikil hlutabréfaviðskipti meðan hún stýrði landinu. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Bernie Taupin, einn þekktasti dægurtextahöfundur heims, sendi í vikunni frá sér ævisöguna Scattershot: Life, Music, Elton and Me. Þar segir hann frá vinnu sinni fyrir Elton John í meira en 50 ár og rifjar upp ýmislegt fleira. Ásgeir Tómasson tók saman.

Frumflutt

15. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,