• 00:00:39Móttaka stríðshrjáðra Palestínumanna
  • 00:08:49Formaður Bændasamtakanna
  • 00:15:19Óspennandi ofur-þriðjudagur

Spegillinn

Móttaka flóttafólks frá Gaza, nýr bændahöfðingi, óspennandi ofur-þriðjudagur

Flóttafólkið sem væntanlegt er hingað frá Gaza á næstu dögum og vikum hefur búið við meiri og langvinnari hörmungar, ógn og skelfingu en nokkur hópur annar sem hér hefur fengið skjól. Þetta segir Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum.

Trausti Hjálmarsson var kosinn formaður Bændasamtaka Íslands um síðustu helgi með tæplega 66% atkvæða. Trausti Hjálmarsson er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum þar sem jafnframt er stunduð hrossarækt og hestamennska. Hann segir sóknarfærin framundan mörg og mikilvægast af öllu ræða við grasrótina og bændur um allt land í þéttu samtali við stjórnmálamenn og ráðherra málaflokksins.

Í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum er ofur-þriðjudagurinn svonefndi alla jafna mest spennandi, fyrir utan náttúrulega kjördaginn sjálfann. Á ofur þriðjudegi fara nefnilega fram forkosningar eða kjörmannasamkomur í fimmtán ríkjum - og úrslitin gefa því verið þýðingarmikil. En er enginn spenntur.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir