• 00:00:00Kynning
  • 00:00:30Stríðið færist til Líbanon
  • 00:08:09Ghost og Ísland
  • 00:15:43Flótti úr stjórnmálum í Noregi
  • 00:19:38Kveðja

Spegillinn

Nýr kafli í stríðinu og samskiptaforritið Ghost

Tólf létust og hátt í 3.000 særðust þegar þúsundir símboða sprungu nánast samtímis í Líbanon í gær og minnst níu hafa látist síðan labb-rabb-tæki og sólarsellur á þökum íbúðarhúsa tóku springa líka síðdegis í dag. Og fyrir stundu lýstu Ísraelar því yfir nýr kafli í stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs væri hafinn, með áherslu á norðurvígstöðvarnar - sem eru við landamæri Líbanons.

Evrópsku löggæslustofnanirnar Eurojust og Europol upplýstu í dag þær hefðu tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum til uppræta samskiptamiðilinn Ghost. Vefþjónn á Íslandi er talinn hafa hýst samskiptin einhverju leyti. Ghost virðist hafa verið hannaður gagngert til gera glæpamönnum og skipulögðum glæpagengjum kleift eiga dulkóðuð samskipti sín á milli.

Í Noregi er núna farið tala um flótta fólks frá stjórnmálunum. Ungt fólk vill heldur gera eitthvað annað og meira spennandi en stýra landi og sveitarstjórnum. Stöðugum illdeilum, þrasi og skítkasti á samfélagsmiðlum er auk annars kennt um.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir