Spegillinn

Deilt um sjávarlóðir í Kópavogi og þjóðhátíð í Úkraínu

Spegillinn 24. ágúst 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Sjávarlóðum í Kópavogi var úthlutað fjárfestum án auglýsingar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í minnihluta bæjarstjórna segir alltaf eigi auglýsa lóðir en Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri segir málið slitið úr samhengi. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman.

Forsætisráðherra Noregs tilkynnti í dag áform Norðmanna um afhenda Úkraínu F-16 orrustuþotur.

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra hefur boðað fulltrúa verslanakeðja á fund sinn eftir helgi til skýringu á hækkunum á dagvöra hefur hækkað á sama tíma og krónan hefur styrkst og alþjóðleg verðbólga hjaðnað. Haukur Holm talaði við hana.

Seldum íbúðum hefur fækkað til muna og þær eru ódýrari raunvirði en fyrir ári. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Næturakstur Strætó um helgar afmarkast ekki lengur við hverfi í Reykjavík frá og með næstu helgi þegar Mosfellsbær bætist við leiðakerfið. Kostnaður er tvær og hálf milljón króna á ári. Ari Páll Karlsson sagði frá og talaði við Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra í Mosfellsbæ.

Karlalið Breiðabliks er hársbreidd frá því tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á Struga í Norður-Makedóníu í dag.

--------------

Hersýningar eru oft ríkur þáttur í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi landa; í Úkraínu var ekki marserað en búið stilla upp ónýtum stríðstólum Rússa sem Úkraínumenn grönduðu í upphafi innrásar Rússa. Þúsundir landsmanna streymdu svo um Kreschchatyk breiðstrætið til bera þau augum. Björn Malmquist fréttamaður er í Kyiv, Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.

Pútín Rússlandsforseti minntist í dag þeirra sem létust þegar þota leiðtoga Wagner málaliðahópsins fórst. Fáum blandast hugur um hann hafi látið skjóta hana niður. Ekki eru þó allir á því foringinn allur. Ásgeir Tómasson sagði frá. Brot úr viðtölum við Ninu Krústjevu, prófessor við New School rannsóknarháskólann í New York, sérfræðingi í alþjóðamálum og við Jón Ólafsson prófessor á Morgunvaktinni á rás 1.

Íbúum á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert það sem af er þessari öld, allt útlit fyrir 400.000 þúsunda-múrinn verði rofinn áður en árið er úti. Þessi mikla fjölgun skýrist miklu leyti af fjölgun innflytjenda, sem eru vel yfir 70 þúsund. En hverjir eru innflytjendur? Ævar Örn Jósepsson bar þetta undir Ólöfu Garðarsdóttur, prófessor í sagnfræði og forseta hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Frumflutt

24. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,