• 00:00:00Kynning
  • 00:00:25Willum um úttekt ríkisendurskoðunar
  • 00:09:30Rammaáætlun - Landvernd
  • 00:18:47Kveðja

Spegillinn

Ópíóíðafaraldur og framtíð rammaáætlunar

Heilbrigðisráðherra segir góðar ábendingar í nýrri úttekt ríkisendurskoðunar um ópíóíðavandann sem beri taka alvarlega. Stjórnvöld verði gera betur í þessum málaflokki í heild og ráðuneytið gangist við því vera í forystuhlutverki í baráttunni við fíknivandann. Pétur Magnússon ræðir við Willum Þór Þórsson um úttektina og hvað stjórnvöld eru gera.

Vinna er hafin við fimmta áfanga - eða fjórðu endurskoðun - verndar- og orkunýtingaráætlunar, sem í daglegu tali kallast rammaáætlun. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur skipað þriggja manna starfshóp til skoða og gera tillögur þar lútandi, og er hópnum uppálagt leggja sérstaka áherslu á auka skilvirkni í kerfinu í heild og einföldun regluverks. Blásið var til málstofu um framtíð rammaáætlunar af þessu tilefni. Á meðal frummælenda þar var Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Af máli hennar dæma, er hún ekki beint upprifin yfir þessari boðuðu allsherjarendurskoðun. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hana.

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,