Spegillinn

Framtíð frétta, banvæn árás í Rotterdam og ágreiningur ráðherra.

28. september 2023.

32 ára karlmaður var handtekinn í Rotterdam í Hollandi síðdegis eftir banvænar skotárásir í íbúð og á sjúkrahúsi.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir lokuð búsetuúrræði ekki geta leyst vanda sem upp kominn vegna fólks sem fengið hafi endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðherra er ósátt við nýjan samning ríkisins við Rauða krossinn um neyðaraðstoð fyrir þennan hóp.

Verðbólga mælist átta prósent og hefur hækkað lítils háttar frá fyrri mánuði. Verðbólgan fór mest í um tíu prósent í byrjun árs.

Hagfræðingur Íslandsbanka, segist gera ráð fyrir verðbólgan mjakist hægt niður á næstu mánuðum.

Ringulreið, hópþrýstingur og hefndarhugur einkenndi hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 17. nóvember í fyrra. Hópur manna sem réðst þremenningum á staðnum sagðist fyrir dómi hafa fengið nóg af hótunum þeirra og ofbeldi.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir Samkeppniseftirlitið fámennt en fjárframlög hafi aukist. Sérstök umræða um Samkeppniseftirlitið var á Alþingi í dag.

Miklu skiptir fólk hafi aðgang áreiðanlegum fréttum en það er ekki bara fjölmiðlanna sjálfra tryggja fólk geti vinsað úr upplýsingaflaumnum sem á því dynur, segir Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá BBC og CNN og núverandi stjórnarmaður hjá Open Democracy og Coda story.

Holskefla þjófnaða ríður yfir verslanir í Bretlandi. Vopnuð gengi sópa varningi í poka og hverfa á brott í skyndi. Tjónið nemur hátt úi milljarði sterlingspunda á ári.

Námsárangur og ánægja hefur aukist meðal nemenda Háskólans á Akureyri eftir fjarnám var bætt. Fjarkennsla við HA hófst fyrir 25 árum og situr skólinn því nokkuð framarlega á merinni í þeim málum.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,