Spegillinn

Verðmætum bjargað úr Einhamri, djúp og löng sprunga undir gervigrasi

Forsvarsmenn fyrirtækja fengu fara inn í Grindavík í dag bjarga verðmætum. Meðal þeirra var Stefán Kristjánsson eigandi fiskvinnslunnar Einhamars, sem er reyndar staðráðinn í halda áfram sínum rekstri í bænum um leið og færi gefst. Arnar Björnsson fréttamaður hitti hann í aðgerðinum í dag, þegar var verið bjarga 150 tonnum af beitu. Tækin ætlar hann ekki fara með úr bænum.

Bragi Valgeirsson myndatökumaður segir frá því þegar hann fór inn í Grindavík í dag og myndaði meðal annars þegar gervigrasi var flett af gólfinu í íþróttahúsinu. Þar blasti við löng og því er talið 10 metra djúp sprunga sem sást ekki á meðan gervigrasið þar yfir.

Ljóst er áhugi á áfangastaðnum Íslandi er enn mikill og fyrirspurnir erlendra fjölmiðla orðnar meira í takt við það sem var áður en umbrotin við Grindavík hófust, segir Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu á Íslandsstofu.

Leiðtogi sértrúarsafnaðar í Kenía og hátt í þrjátíu samverkamenn hans voru í dag ákærðir fyrir hafa orðið tæplega tvö hundruð börnum bana. Á fimmta hundrað lík hafa fundist nálægt höfuðstöðvum safnaðarins.

Frumflutt

6. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir