Spegillinn

Kvennaverkfall, örvænting á Gaza, Rannís og ESB samstarf

24. október 2023

Samstöðufundir vegna kvennaverkfallsins voru á dagskrá um allt land í dag. Fjölmennasti viðburðurinn var á Arnarhóli í Reykjavík, þar sem lögregla áætlar á milli sjötíu til hundrað þúsund karlar, konur og kvár hafi komið saman. Heyrðist í Freyju Steingrímsdóttur, Ingu Straumland, Sigfríði Þorsteinsdóttur, Rögnu S. Óskarsdóttur, Örnu Sif Bjarnadóttur, Guðbjörgu Pálsdóttur, Sylwiu Zajkowsku, Gerði Steinþórsdóttur og Birni Kristjánssyni.

Þingfundur var stuttur á Alþingi í dag vegna kvennaverkfallsins. Þar heyrðist í Ásmundi Friðrikssyni, varaforseta þingsins, og Guðmundi Andra Thorssyni alþingismanni.

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verða hætta sinna hjálparstarfi á Gaza frá og með morgundeginum vegna eldsneytisskorts.

Volodomír Zelenský Úkraínuforseti hheitir því halda áfram hernaðaraðgerðum gegn hernámsliði Rússa á Krímskaga. Yfirráð Rússa á svæðinu væru tálsýn.

Stjórn sænska seðlabankans tilkynnti í dag bankinn þurfi fjárveitingu upp á nær 80 milljarða sænskra króna, jafnvirði um 1.000 milljarða íslenskra króna, til þeirri eiginfjárstöðu sem lög um bankann kveða á um. Ástæðurnar eru mikið tap bankans.

Möguleikar á stjórnrmyndun á Spáni hafa aukist.

New York er eitt þeirra ríkja Bandaríkjanna sem náð hefur hvað mestum árangri í baráttunni gegn launamisrétti, bæði milli kynja og eftir uppruna.

Samstarf Íslands við Evrópusambandið um rannsóknir, nýsköpun, mennta og menningarstarf hefur um árabil skilað meira hingað en sem nemur framlagi íslenskra stjórnvalda, segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.

Frumflutt

24. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,