• 00:00:23Konur og fangelsi
  • 00:08:41Hvað er mikilvægast í að læra að lesa?
  • 00:13:47Á "X" (áður Twitter sér framtíð?

Spegillinn

Konur í fengelsi, lestrarkunnátta og -nám, óviss framtíð X/Twitter

6. desember 2023.

Staða kvenna í fangelsum landsins er á meðal þess sem alvarlegustu athugasemdirnar eru gerðar við í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Þær athugasemdir bætast við alvarlegar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis gerði við aðbúnað kvenfanga í íslenskum fangelsum fyrr á árinu. Það liggur sem sagt alveg skýrt fyrir, aðstaða kvenfanga hér á landi er óboðleg í dag - eins og hún hefur löngum verið. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið og ræðir við Pál Winkel fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands.

Hvernig lærir fólk lesa og hvernig á kenna fólki lesa? Þetta eru tvær af mörgum spurningum sem vaknað hafa eftir niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar á lesskilningi barna voru birtar. Ragnhildur Thorlacius kynnti sér málið, ræddi við Sigríði Ólafsdóttur dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands og spurði fólk á förnum vegi um lestrarnám þess.

Það hriktir í stoðum samfélagsmiðilsins X, áður Twitters, eftir stjórnendur allmargra stórfyrirtækja hættu auglýsa á honum. Talið er um það bil níutíu prósent fjárins sem fer í reka miðilinn komi frá auglýsendum. Ásgeir Tómasson segir frá.

Frumflutt

6. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,