Spegillinn

Úkraínumenn sækja fram, kaupmáttarrýrnun og El Niño

Hagnaður fyrirtækja í hitt í fyrra skýrist ekki af verðlagshækkunum þeirra. Í vetur verður semja þannig verðbólga hjaðni segir Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Rækjuvinnslu verður hætt um næstu mánaðamót hjá Hólmadrangi á Hólmavík og um tuttugu starfsmönnum sagt upp.

Um fimmtán þúsund umsóknir hafa borist um háskólanám næsta haust í stærstu háskólum landsins. Aldrei hafa fleiri viljað í Háskólann í Reykjavík. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman og talaði við Ragnhildi Helgadóttur rektor HR.

Peningum og bænabréfum var stolið úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði í gær. Kapellan verður áfram opin þrátt fyrir þjófnaðinn en systir Agnes abbadís í klaustrinu harmar atvikið. Ari Páll Karlsson talaði við hana.

Framtíð í allri stefnumótun þess opinbera snýst um hvernig tryggja megi velsæld allra og gæta náttúruvernd og umhverfi segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þarf á ári segir Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands. Karitas M. Bjarkadóttir tók saman.

Tæplega helmingur fólks í heiminum hefur mikinn áhuga á fréttum en rúmlega þriðjungur forðast fréttalestur til þess vernda geðheilsu sína samkvæmt nýrri könnun. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

----------------

Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir það styttist í úrslitastund fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Eiginleg gagnsókn þó ekki hafin.

Búast við öfgar í veðurfari aukist enn frekar í heiminum á næstu misserum vegna veðurkerfisins El Niño sem er byrjað myndast á Kyrrahafi. Ásgeir Tómasson tók saman. Wilfran Moufouma Okia, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Genf telur El Niño verði vart í sumar.

Fjölmargar áskoranir blasa við borgarsamfélögum víða um heim, enda býr um helmingur mannkyns í þéttbýli, og það hlutfall á eftir aukast á næstu árum og áratugum mati sérfræðinga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er á ráðstefnu um borgarmál í Brussel og Björn Malmquist ræddi við hann.

Spegillinn 14. júní 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

14. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir