Spegillinn

Aðhaldsfjárlög, efasemdir stjórnarandstöðu og hægri bylgja í Noregi

Fátt óvænt, eyðsla ekki aðhald, forystuleysi og ólíklegt það vinni á verðbólgu, er meðal þess sem stjórnarandstaðan segir um fjárlagafrumvarpið.

Þingveturinn litast væntanlega af kjarasamningum sem eru lausir í byrjun næsta árs, dómi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra; það þó fyrst og fremst vinnuveitenda og launþega saman um kaup og kjör.

Auka þarf fjölbreytileika í atvinnulífi á Seyðisfirði og finna framtíðarlausnir, segir Björn Ingimarsson, sveitarstjórinn í Múlaþingi. Uppsagnir hjá bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar séu vonbrigði þó vitað hafi verið í þær stefndi.

Einn sakborninga í Bankastræti Club-málinu segist hafa sofið með brunavarnarteppi fyrir svefnherbergisglugganum af ótta við bensínsprengjur. Lögregla grunaði hann um hafa skipulagt árásina í nóvember.

Skipa á nefnd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til þess rannsaka hvort ákæra beri Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp. Hann er sakaður um hafa logið þjóðinni um viðskipti sonar síns á erlendri grund.

----------------

Salan á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á vera opnari og með almennari nálgun en síðast segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann vonast til hægt verði selja hlutinn á næsta ári og borga niður skuldir ríkissjóðs - sem valda mikilli vaxtabyrði. Ragnhildur Thorlacius tók saman og rætt er fjármálaráðherra, fulltrúa ferðaþjónustunnar, atvinnurekenda og bifreiðaeigenda auk fólks á förnum vegi.

Hægribylgja er í Noregi. Vinstriflokkar töpuðu meirihluta í stærstu bæjum í sveitarstjórnarkosningum um helgina. tVerkamannaflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins eins og verið hefur í 99 ár. Í Ósló og Björgvin taka borgaraflokkarnir við völdum en tapið er mest hjá Græningjum. Úrslitin þykja marka þáttaskil í stjórnmálunum. Gísli Kristjánsson segir frá

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

12. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,