Spegillinn

Hryðjuverk afhjúpa vanhæfni rússneskra stjórnvalda, ESB rannsakar tæknirisa og offita

Enn einu sinni virðast vanhæfni og veikleikar einkenna rússneska stjórnkerfið, segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi um hryðjuverkið í Moskvu. Ólíklegt er þó þessi vanhæfni bíti á Vladímír Pútín forseta landsins.

Evrópusambandið boðar ítarlega rannsókn á starfsemi nokkurra stærstu netfyrirtækja heimsins. Reynist þau brotleg getur sektin numið tíu prósentum af árlegri veltu þeirra - milljörðum dollara.

Ríflega milljarður Jarðarbúa telst of feitur samkvæmt rannsókn sem unnin var á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar árið 2022, tvöfalt fleiri en í síðustu, sambærilegu könnun, sem gerð var 1992. Íslendingar fitna og þyngjast eins og aðrar þjóðir og reyndar meira en margir aðrir, eins og skýrsla OECD, efnahags- og framfarastofnunarinnar frá 2020 sýndi glöggt. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Ölmu Möller landlækni.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,