• 00:00:23Jarðhræringar á Reykjanesskaga
  • 00:08:14Pólitískar hræringar í Bretlandi
  • 00:14:56Íslenska sumargotssíldin í góðu standi

Spegillinn

Jarðhræringar, bresk stjórnmál og íslensk sumargotssíld

Spegillinn 13. nóvember 2023

Landsmenn - og þá sérstaklega Grindvíkingar auðvitað - hafa fylgst náið með atburðarásinni suður með sjó, þar sem allt hefur leikið á reiðiskjálfi undanfarnar vikur og sjaldan eða aldrei meira en allra síðustu daga, þótt dagurinn í dag hafi verið með rólegria móti.Gos hefur verið talið yfirvofandi á hverri stundu síðan föstudagskvöld og enn eru taldar meiri líkur en minni á gosi í nágrenni Grindavíkur eða jafnvel í Grindavík. Erfitt reynist segja fyrir um það með nokkurri vissu, hvort og þá hvenær eða hvar mun gjósa. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, sem heyrir undir Jarðvísindastofnun Háskólans, kom í Spegilinn og ræddi stöðuna og horfurnar við Ævar Örn Jósepsson.

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, er enn á kominn í eldlínuna eftir hafa haldið sig til hlés síðastliðin sjö ár, eftir Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu segja sig úr Evrópusambandinu. Hann féllst á mánudag á gerast utanríkisráðherra í stjórn Rishis Sunaks. 'Asgeir Tómasson segir frá.

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið afar vel síðustu vikur, en veiðar hófust í síðari hluta október. Aðal veiðisvæðið er djúpt vestur af landinu líkt og mörg undanfarin ár. Eftir talsverða niðursveiflu hafa komið fram vísbendingar um stofninn styrkjast á og verður til dæmis ekki vart sýkingar sem lengi herjaði á Íslandssíldina. Ísfélagið er eitt þeirra fyrirtækja sem einbeitir sér síldveiðum og -vinnslu. Ágút Ólafsson ræddi við Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóra félagsins í Vestmannaeyjum.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,