• 00:00:08Utanríkisráðherra um öryggis- og varnarmál
  • 00:07:41Útlendingamál
  • 00:14:40Chiang Kai-shek steypt af stalli

Spegillinn

Varnarmál, útendingalög og umdeildar styttur á Taívan

24. apríl 2024

Ísland er herlaust en ekki hlutlaust segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Hún vill leggja aukna áherslu á öryggis- og varnarmál landsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana.

Dómsmálaráðuneytið svaraði fyrir helgi umsögnum sem hafa borist í tengslum við nýtt og umdeilt frumvarp til útlendingalaga. Þar segir ráðuneytið meðal annars kærunefnd útlendingamála drukkna í málum og nauðsynlegt afnema málsmeðferðarreglu sem það segir sér-íslenska. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið.

Ríkisstjórn Framfaraflokksins á Taívan samþykkti árið 2021 fjarlægja skyldi allar styttur af hershöfðingjanum og einræðisherranum Chiang Kai-shek, sem stjórnaði eyríkinu með harðri hendi um áratugaskeið. Þetta var og er umdeild ákvörðun og minnst þrjú óárennileg ljón í veginum fyrir framkvæmd hennar, enda skipta stytturnar þúsundum. Ævar Örn Jósepsson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir