Spegillinn

Virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi, Boris Johnson snupraður

Spegillinn 15. júní 2023.

Virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar hefur verið fellt úr gildi. Ógilding leyfisins kemur Landsvirkjun á óvart. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill harðari löggjöf og skilvirkari vinnubrögð í málefnum fólks sem hér sækir um alþjóðlega vernd. Hann lætur væntanlega af embætti á mánudag en hefði viljað sitja lengur. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hann.

Sendiherra Íslands í Moskvu tekur við stöðu sendiherra í Kaupmannahöfn í sumar og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra ákvað senda ekki annan sendiherra í hans stað. Starfsemi sendiráðs Íslands í Rússlandi og umfang rússneska sendiráðsins hér hefur verið rædd í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd en ákvörðun um leggja niður starfsemi í Moskvu var hennar.

Óttast er mörg hundruð hafi farist þegar skip sökk undan strönd Grikklands í gær. Talið er 750 flóttamenn hafi verið um borð, þar af hundrað börn í lestinni. Ástrós Signýjardóttir sagði frá.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og skólastjórar borgarinnar hafa rætt umað banna snjallsímanotkun barna á skólatíma. Ákvörðun um símabann verður ekki sett fyrir haustið. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá.

-----------------

Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta á ekki afturkvæmt í framlínu stjórnmálanna mati fréttaskýrenda. Hann er sakaður um hafa vanvirt breska þingið með því hafa sagt því ósatt átta sinnum.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra segir framtíð Úkraínu í Atlantshafsbandalaginu - það verði sterkara með Úkraínu innanborðs. Hún situr fund varnarmálaráðherra NATO ríkjanna í Brussel, og Björn Malmquist, ræddi við hana síðdegis, um málefni Úkraínu - en einnig um nýlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda loka tímabundið sendiráði Íslands í Moskvu og viðbrögðin við þeirri ákvörðun.

Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa fyrir rúmum tuttugu árum. Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi rektor London Film School, er nýráðinn forstöðumaður miðstöðvarinnar, sem er ætlað efla kvikmyndamenningu, kynna íslenskar kvikmyndir á erlendum markaði og margt fleira. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hann.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kári Guðmundsson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

15. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,