Spegillinn

Ísrael og Alþjóðadómstóllinn í Haag, næringarástand botnfiska við Ísland, menningarsamningur Akureyrar og ríkis

Alþjóðadómstóllinn í Haag féllst í dag á rannsaka hvort Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Gaza. Hann krafðist þess ekki hernaðaraðgerðum yrði hætt, heldur Ísraelsmenn gripu til allra ráðstafana til koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja mannúðaraðstoð berist íbúunum. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Hafrannsóknastofnun birti á dögunum skýrslu um niðurstöður viðamikillar langtímarannsóknar á næringu botnfiska við Íslandsstrendur. Í rannsókninni var skoðað í maga nær 600.000 fiska af 36 tegundum á ríflega aldarfjórðungstímabili, frá 1996 - 2023. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og ræddi við Jónas Pál Jónasson, sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

Bæjarstjórinn á Akureyri vill sjá ríkið veita meiri fjármunum til menningarmála í bænum en núverandi samningar segja til um. Sveitarfélagið standi fyrir öflugu menningarstarfi sem nýtist fólki víða um land. Sem dæmi fái Akureyri aðeins um fimm prósent af því menningarfé sem Reykjavík fái frá ríkinu. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Hlyn Hallsson, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,