Spegillinn

TF-SIF seld, sorpmál í ólestri og mótmæli í Frakklandi

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför þurfa selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún ein af grunnstoðum gæslunnar.

Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans.

Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna.

Allt kapp verður lagt á tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við bilanagreining og viðgerð taki langan tíma.

Þó svo samið yrði um nýjan urðunarstað þegar til leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár taka hann í notkun. Stefnt er á flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli.

Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri.

--------

Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf gera við ruslið. Það styttist óðfluga í starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það gerast í árslok. Engu síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir heimili þurfa flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin gera til leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana.

Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá.

Argentí

Frumflutt

1. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir