170 hjálparsamtök fordæma GHF á Gaza og það vantar hundruð sjúkraliða á LSH
Fólk á ekki að þurfa leggja líf sitt að veði til að sækja sér neyðaraðstoð, en þannig er staðan á Gaza. 170 hjálparsamtök fordæma hvernig hjálpargögnum er dreift og krefjast þess að GHF hætti þar störfum.
Það vantar sárlega fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu og ekki síst vantar sjúkraliða á Landspítalann. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á spítalnum, mönnun og flæði sjúklinga kemur fram að 50 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 30 stöðugildi lækna, 14 stöðugildi ljósmæðra og um 380 stöðugildi sjúkraliða voru ómönnuð í fyrra. Því miður ekki óvænt tíðindi segir Sandra Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Frumflutt
2. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.