Spegillinn

Hvalveiðar, sekt Samskipa og Evrópusigur Blika

Spegillinn 31. ágúst 2023. Umsjón: Alexander Kristjánsson. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdótttir.

Hvalveiðar verða heimilar á frá og með morgundeginum. Hert reglugerð um veiðarnar var gefin út síðdegis. Andri Yrkill Valsson sagði frá.

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða króna vegna ólöglegs samráðs við Eimskip sem hafði áður gengist við brotunum.

Faraldur SMS-svikaskilaboða gefur geisað í sumar. Sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum varar fólk við því hleypa svikurum inn í netbankann sinn. Ísak Regal tók saman og ræddi við Brynju Maríu Ólafsdóttur.

Styrkir vegna almennra tannréttinga þrefaldast á morgun með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Þeir hafa verið óbreyttir í tuttugu ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Kristínu Heimisdóttur.

Meira en 70 létust í bruna í Jóhannesarborg í nótt. Anna Kristín Jónsdóttir sagði frá.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við danska liðið Lyngby.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir