Spegillinn

Neytendafrumvörp og sameiningar framhaldsskóla

Spegillinn 6. september 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Þrír eru grunaðir um hafa kveikt í bíl lögreglukonu um miðjan ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru sex handteknir í tengslum við rannsókn málsins og var einn þeirra úrskurðaður í nokkurra daga gæsluvarðhald.

Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og neytendamálaráðherra útilokar ekki lækka arðsemiskröfu á Landsbankann, sem er í eigu ríkisins, og með því kostnað neytenda. Ráðherra er með tvö frumvörp um neytendavernd í smíðum. Benedikt Sigurðsson talaði við hana.

Ekkert er því lengur til fyrirstöðu fjörutíu og þrjú þúsund tonn af brennanlegum úrgangi verði fluttur til Svíþjóðar, eftir úrskurð kærunefndar útboðsmála. Þetta er rúmlega helmingur þess úrgangs sem féll til í fyrra. Gunnar Dofri Ólafsson sviðsstjóri hjá Sorpu segir breytingar á höfuðborgarsvæðinu hafi orðið til þess sjötíu og fimm prósent af lífrænum úrgangi fari í þar til gerðar tunnur. Arnar Björnsson talaði við hann.

Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið á viðhorfi almennings í garð flóttafólks 60% segja of margir flóttamenn hafi komið hingað. Jón Sigurðsson, formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur tvennt geti útskýrt þetta, töluvert fleiri hafi sótt um vernd á Íslandi en á covid-árunum og fyrir þau og málefni hælisleitenda hafi verið áberandi undanfarið. Róbert Jóhannsson talaði við hann.

Hlýjasti júnímánuður og þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga voru í sumar, en hvor í sínum landshluta, eins og landsmönnum ætti vera í fersku minni. Ágúst var víðast hvar tiltölulega hlýr, hægviðrasamur og þurr. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Hljómsveitin Rolling Stones gaf í dag úr fyrsta frumsamda lagið í átján ár, og nefnist það Angry.

-------------------

Í gær var kynnt upphaf starfs við sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, óttast verið keyra sameiningaráform of hart og í uppsiglingu álíka klúður og við styttingu framhaldsskólans. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.

Gagnsókn Úkraínumanna gegn Rússum hefur gengið hægar en vonir stóðu til en sérfræðingur í varnarmálum bendir á sóknin hafi miðað því þvinga rússneska herinn aftur og riðla varnarlínum þeirra. rússneski herinn búinn kalla til sérsveitir sínar til stoppa í göt í varnarlínunum - það bendi til þess búið þynna út varnir Rússa. Ragnhildur Thorlacius sagði frá og heyrist í Dymitry K

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir