• 00:00:08Efnahagur Argentínu versnar enn
  • 00:04:57Loppur og hringrásarhagkerfið
  • 00:13:05Finnar velja sér forseta

Spegillinn

Óðaverðbólga í Argentínu, endurnýting á textíl og forsetakosningar í Finnlandi

5. febrúar 2024

Því er spáð verðbólgan í Argentínu fari yfir 250 prósent í ár. Lífskjör landsmanna versna stöðugt. Meira en fjórir af hverjum tíu eru undir fátæktarmörkum.

Verslun með notuð föt hefur aukist hér á landi undanfarin ár og verslunum með notaðan fatnað fjölgað mikið. Þetta er breyting í anda hringrásarhagkerfisins segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hins vegar er engu minna hent af textíl. Flutt hafa verið út um 2500 tonn af textíl á ári undanfarin sjö ár og virðist það ekki vera dragast saman.

Finnar velja sér forseta 11. febrúar. Það er seinni umferð í kosningunum og valið stendur milli þeirra Alexanders Stubbs og Pekka Haavistos.

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,