Spegillinn

Hælisleitendur á hótel Glym, óttast gjaldþrot Reykjavíkur, G20 fundur

Spegillinn 8. September 2023

Umsjón: Ásgeir T Ómasson

Tæknimður: Mark Eldred

Stórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Áformað er hýsa sextíu til sjötíu umsækjendur um alþjóðlega vernd á Hótel Glymi í Hvalfjarðarsveit í haust. Pétur Magnússon sagði frá og talaði við Gísla Davíð Karlsson.

Aðeins þrjú af tíu stærstu sveitarfélögum landsins svöruðu spurningalista sem mennta- og barnamálaráðuneytið sendi til afla upplýsinga um raka- og mygluskemmdir í grunn- og leikskólum. Eftirfylgni og ítrekanir ráðuneytisins dugðu ekki til. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.

Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði óttast gjaldþrot Reykjavíkurborgar bregðist meirihlutinn ekki við versnandi fjárhag. Árshlutareikningur borgarinnar var 13 milljörðum lakari en áætlarnir gerðu ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn segir rekstur borgarinnar fara stigversnandi. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Kalbrúnu Baldursdóttur.

Litlar lirfur sem nærast á birkiþélu hafa fundist á tveimur stöðum. Allt lítur út fyrir náttúrulegur óvinur þessa skæða sníkjudýrs búinn nema hér land. Valgerður Gréta Gröndal tók saman. Talað var við Brynju Hrafnkelsdóttur skógfræðing í Samfélaginu í nærmynd.

Ár er liðið frá því Elísabet Bretlandsdrottning lést og Karl konungur tók við. Ragnheiður Elín Clausen, annar stofnenda Hins íslenska Royalistafélags, segir Karl hafa staðið sig vel í nýju hlutverki, þvert á það sem gagnrýnendur hans spáðu fyrir um. Erla María Davíðsdóttir talaði við hana.

Lítill árangur er talinn nást á ársfundi G20 ríkjanna á Indlandi. Ásgeir Tómasson tók saman.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar í vetur leggja fram frumvarp um greiðslu sanngirnisbóta til fólks sem dvaldi á vistheimilum á vegum ríkisins. Haukur Holm ræddi við hana.

Norðmenn kjósa sér nýjar sveitarstjórnir á mánudaginn. Útlit er fyrir gömul vígi vinstrimanna falli hægrisinnuðum andstæðingum þeirra í skaut. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Ragnhildur Thorlacíus ræddi við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing um hamfaraveður víða um heim af völdum annars vegar loftslagsbreytinga og hins vegar El Nino veðurkerfisins.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,