Spegillinn

Þáttur 1127 af 1550

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Forsætisráðherra segir niðurstaða umboðsmanns Alþingis um samráðsleysi við rafvopnavæðingu lögreglunnar hafi ekki áhrif á stöðu dómsmálaráðherra, en er enn þeirrar skoðunar málið hefði átt vera rætt í ríkisstjórn áður en það var lögfest. Alma Ómarsdóttir talaði við Katrínu Jakobsdóttur.

Íslensk erfðagreining braut ekki persónuverndarlög í rannsókn á kórónuveirunni. Héraðsdómur gagnrýnir Persónuvernd fyrir hafa ekki rannsakað málið nægilega. Kristín Sigurðardóttir sagði frá.

Pólverjar verða fyrstir þjóða til senda herþotur til Úkraínu. Framlagið kemur eftir forseti Úkraínu óskaði eftir aukinni aðstoð frá Vesturlöndum. Hugrún Hannesdóttir Diego sagði frá.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja, um fella rannsókn á hendur henni niður. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá.

Virkjanastopp blasir við á Íslandi en sveitarfélög hafa eitt af öðru ákveðið hætta skipulagsvinnu við nýjar virkjanir. Sveitarstjóri segir ávinningurinn skili sér ekki til nærsamfélagsins. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Harald Þór Jónsson.

Lengri umfjallanir:

Ákvörðun Evrópusambandsins um flytja málefni Evrópska efnahagssvæðisins til framkvæmdastjórnar ESB hefur haft jákvæðar afleiðingar, en felur einnig í sér áskoranir fyrir EFTA ríkin þrjú, Ísland, Noreg og Lichtenstein, sem eru hluti af innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir Árni Páll Árnason, stjórnarmaður í eftirlitsstofnun EFTA sem fylgist með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Björn Malmquist talaði við Árna Pál Árnason.

Ísland sker sig úr þegar litið er til Norðurlanda í nýrri skýrslu OECD um áhrif heimsfaraldursins á vinnumarkað. Hér á landi varð krísan krappari og varði lengur. Atvinnuleysi jókst hraðar á Norðurlöndunum í heimsfaraldrinum en í flestum öðrum Evrópulöndum, sérstaklega á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram skellurinn var harðari og batatíminn lengri hér en hjá öðrum Norðurlöndum. Endurreisn efnahagsins á Norðurlöndum var hraðari en meðaltali í OECD-löndum Íslandi undanskildu. Huginn Freyr Þorsteinsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar segir umfang ferðaiðnaðarins vera aðalástæðu þess. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann.

Lagt er til í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið, ríkið greiði árlega hálfan milljarð króna til styrkja kornrækt á Íslandi. Einnig á kanna fýsileika þess koma á fót kornsamlagi, sem kaupir og selur korn frá bændum, og á mark

Frumflutt

16. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,