Spegillinn

Lögregla fylgist með hatursorðræðu og minni losun í sjávarútvegi

Samtök atvinnulífsins hefðu viljað verja óvæntum tekjuauka ríkissjóðs til greiða niður skuldir fremur en auka útgjöld. Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA telur í fjárlagafrumvarpinu ekki nógu mikil áhersla lögð á aðgerðir til draga úr verðbólgu og lækka vexti.

Sjávarútvegurinn hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt helming síðasta aldarfjórðung. Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor telur fiskveiðistjórnunarkerfið hafi skipt þar sköpum; Íslendingar séu leiðandi við samdrátt í losun við matvælaframleiðslu.

Réttað verður yfir Birni Höcke, svæðisleiðtoga þjóðernisflokksins AfD í Þýskalandi. Hann er ákærður fyrir nota slagorðið ?allt fyrir Þýskaland? í framboðsræðu sinni í maí 2021.

Tveir fangar eru á flótta í Frakklandi. Þeir voru í vettvangsferð úti í skógi, sögðust þurfa kasta af sér vatni og létu sig hverfa.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld eins og venja er í byrjun þings.

Stefnt er því þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir verði tilbúin í árslok 2026 eða byrjun árs 2027, segir Gunnar Einarsson formaður framkvæmdarnefndar. Það er ári síðar en áður var ráðgert.

Mikið sjónarspil varð á himninum yfir Íslandi í gærkvöld þegar vígahnöttur sveif í gegnum norðurljós og sprakk.

-------------

Full ástæða er til taka hatursorðræðu gegn hinsegin fólki alvarlega, mati Maríu Rúnar Bjarnadóttur lögfræðings hjá Ríkislögreglustjóra. Embættinu hafa borist fleiri tilkynningar um hatursorðræðu og hatursglæpi í ár en í fyrra.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einvaldur í Norður-Kóreu hittust í dag á tveggja klukkustunda fundi í geimferðastöð í Síberíu. Ekkert hefur verið látið uppi um viðræður þeirra. Ásgeir Tómasson tók saman.

Óheft lausaganga fjár fer ekki saman við endurheimt landgæða, mati Ólafs G. Arnalds prófessors við Landbúnaðarháskólann. rannsókn sýnir vistkerfi víða um land eru illa farin upp til fjalla.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

13. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,