Tollastríð í uppsiglingu vegna Grænlands, andstaða við Holtavörðuheiðarlínu 3 og átök um tilfærslu verkefna milli ráðherra
Áhrif tollastríðsins sem geisað hefur á alþjóðavettvangi hafa ekki verið mjög mikil á íslensk fyrirtæki heilt yfir. Þó er það misjafnt segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mikil og vaxandi óvissa í heimshagkerfinu þýði að stjórnvöld verði að styrkja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
Landeigendur og ábúendur á þriðja tug jarða í Húnaþingi hafa bundist samtökum um að hafna áformum Landsnets um lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3 um þeirra lönd. Hagsmunasamtök þessara landeigenda voru stofnuð nýlega og þeirra mótmæli snúa að þeim aðalvalkosti sem Landsnet vill fara, sem er svokölluð byggðaleið.
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins settu spurningarmerki við samkomulag sem mennta- og barnamálaráðherra gerði við félags- og húsnæðismálaráðherra, um að hún tæki að sér uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Forsætisráðherra viðurkenndi að þetta væri óvenjuleg ráðstöfun en slíkt væri stundum nauðsynlegt til að hreyfa við hlutunum.
Frumflutt
19. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.