• 00:00:08Raforkumál - þarf að virkja meira?
  • 00:10:09Milljarðar í eigu Rússa til Úkraínu
  • 00:14:39Suður-Kóreumönnum fækkar enn

Spegillinn

Raforkuöryggi og virkjanir, rússneskt fé í aðstoð við Úkraínu og fólksfækkun í S-Kóreu

28. febrúar 2024

Allnokkrar umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaðar breytingar á orkulögum, sem miðuðust því tryggja forgang heimila og minni raforkunotenda rafmagni, ef til skömmtunar kæmi, á kostnað stórnotenda. Sumar umsagnir voru jákvæðar, aðrar neikvæðar, en eitt voru nánast allir umsagnaraðilar þó sammála um: Til tryggja raforkuöryggi og nægt framboð þarf virkja meira. Því er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í sjálfu sér ekki ósammála, en þar með er vandinn ekki leystur. Ævar Örn Jósepsson ræðir við orkumálastjóra.

Rússar gætu endað á því greiða stórum hluta fyrir enduruppbyggingu í Úkraínu og jafnvel fyrir vopnasendingar þangað. Það veltur á áformum vestrænna ríkja nota um þrjú hundruð milljarða evra sem rússnesk stjórnvöld eiga - en eru frystar í bankastofnunum beggja vegna Atlantshafsins. Stærstur hluti þessara fjármuna liggur á reikningum fjármálastofnunar í Brussel. Björn Malmquist segir frá.

Áhyggjur stjórnvalda í Suður-Kóreu af sílækkandi fæðingartíðni hafa ratað í fréttir um árabil - og enn aukast áhyggjurnar. Samkvæmt nýrri samantekt hagstofunnar í Seúl dróst hún saman um hátt í átta prósent í fyrra frá árinu á undan. Þetta þýðir fjöldi barna sem hver suðurkóresk kona eignast á lífsleiðinni er kominn niður í 0,72 en var 0,78 börn árið 2022. Útlit er fyrir óbreyttu lækki fæðingartíðnin niður í 0,68 börn á þessu ári. Þetta þýðir þjóðinni fækkar nokkuð mikið og nokkuð hratt. Ásgeir Tómasson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir