• 00:00:08NATO, öryggismál - utanríkisráðherra í Brussel
  • 00:07:22Eldgosataktur
  • 00:16:10Kreppa skollin á í Bretlandi

Spegillinn

Ísland og NATO, eldgosataktur og kreppa í Bretlandi

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir það slæm - og röng skilaboð, sem Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sendi um helgina, þegar hann sagði undir sinni stjórn myndu Bandaríkin ekki koma þeim NATO-ríkjum til varnar, sem ekki hefðu varið nægu til varnarmála. Þessi umræða var í bakgrunni tveggja daga fundar varnarmálaráðherra NATO sem Bjarni sat fyrir hönd Íslands. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel ræddi við Bjarna eftir fundinn.

Ef kvika heldur áfram safnast saman undir Svartsengi með sama hraða og gera ráð fyrir í lok febrúar eða í byrjun mars aukist líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi verulega, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar fyrr í dag.

Stöndum við mögulega frammi fyrir því það gæti gosið á þessum slóðum á þriggja vikna fresti mánuðum saman? Ragnhildur Thorlacius fréttamaður spurði Halldór Geirsson dósent við Jarðvísindadeild því.

Efnahagskreppa er skollin á í Bretlandi. Enginn hagvöxtur mældist þar í níu mánuði í fyrra og raunar samdráttur á síðari hluta ársins. Hann var núll komma þrjú prósent síðustu þrjá mánuði ársins, núll komma eitt prósent næstu þrjá mánuðina þar á undan og stóð á núlli í apríl, maí og júní. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir