Spegillinn

Palestína, stuðningur ESB við Úkraínu og yfirmaður Úkraínuhers

1. febrúar 2024

Sögulegar og pólitískar ástæður fyrir því palestínska flóttamannahjálpin er mestu fjármögnuð af nokkrum öflugum Vesturlöndum. Það gildir líka um ástæður þess hin vellauðugu olíuríki við Persaflóann skuli ekki einfaldlega taka við keflinu undir þeim aðstæðum sem eru uppi, og líka því, Egyptar vilja ekki opna landamærin Gaza og taka á móti þeim milljónum Palestínumanna sem þar búa við sárustu neyð. Magnús Þorkell Bernharðsson heldur áfram skýra nokkrar helstu flækjurnar í þeirri skelfilegu stöðu sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ungverjar létu í dag af andstöðu sinni við áframhaldandi stuðning Evrópusambandsins við stríðsrekstur Úkraínumanna gegn Rússum. Á þessu er fyrst og fremst ein skýring mati stjórnmálaskýrenda: Viktor Orban, forseti Ungverjalands, taldi sig ekki komast lengra í andófi sínu gegn stefnu ESB í þessu máli og lúffaði, til tryggja landi sínu þá 50 milljarða Evra, sem Ungverjar hafa ekki fengið úthlutað úr þróunarsjóði sambandsins. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel.

Fjölmiðlar í Úkraínu hafa síðustu daga fullyrt og vitnað í ónafngreinda heimildarmenn innan stjórnkerfisins Volodymyr Zelensky forseti vilji losna við Valerii Zaluzhny hershöfðingja sem æðsta yfirmann hersins. Nokkrir þingmenn á úkraínska þinginu hafa einnig gefið í skyn yfirmannaskipti liggi í loftinu og Zaluzhny hafi verið boðið taka við stjórn Þjóðaröryggis- og varnarmálaráðs landsins. Ásgeir Tómasson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir