• 00:00:12Íbúafundur fyrir Grindvíkinga
  • 00:05:08Ný sigdæld í Grindavík
  • 00:09:15Náttúruhamfaratrygging
  • 00:14:52Forval Repúblikana hafið

Spegillinn

Ávarp forsætisráðherra á íbúafundi, nýr sigdalur í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging, Trump vann í Iowa

Öryggi íbúa hefur verið forgangsmál stjórnvalda, sagði Katrín Jakobsdóttir á íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll. 70 íbúðir verða keyptar í næstu viku. Húsnæðisstyrkir verða endurmetnir. Á lokametrunum er frumvarp sem breytir regluverki í skammtímaleigu, meðal annars í atvinnuhúsnæði. Brot úr ávarpi Katrínar er spilað í Speglinum.

Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur segir frá sigdal sem myndaðist í Grindavík í jarðhræringunum um helgina og fjallar um framtíðarhorfur.

Eldgosið um helgina varð til þess uppgjöri tjónamata sem voru langt komin hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands tefst, segir forstjóri trygginganna Hulda Ragnheiður Árnadóttir.

Þótt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, eigi yfir níutíu ákærur hangandi yfir höfði sér kom það ekki í veg fyrir hann vann í gærkvöld sannfærandi sigur í forvali Repúblikana í Iowa um frambjóðanda í forsetakosningunum næsta haust. Hann var vonum hinn glaðasti þegar niðurstaðan fyrir í gærkvöld. Hún kom reyndar engum á óvart.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir