Spegillinn

Landris við Svartsengi, samningafundur, dauðaslys í umferðinni í Noregi, Ísrael sakað um þjóðarmorð.

Áfram mælist landris við Svartsengi vegna kvikusöfnunar sem getur leitt til eldgoss. Veðurstofa metur aukna hættu á sprungur opnist í Grindavík. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðing og fagstjóra aflögunnarmælinga.

Fulltrúar Samninganefndar samtaka Atinnulífisins og fylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hittust á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Ekki dró til tíðinda, en boðað var til annars fundar daginn eftir. Pétur Magnússon ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra atvinnulífsins, og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins.

Dauðaslysum fjölgar í umferðinni í Noregi vegna þess tæknin í nýjum bílum er orðin flóknari en svo margir ökumenn ráði við hana. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Málflutningur hefur farið fram í gær og í dag fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem tekin er fyrir kæra Suður-Afríku á hendur Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir