• 00:00:12Staða matvælaráðherra og stjórnarinnar
  • 00:10:04Hæstiréttur skapraunar Netanjahú
  • 00:14:41Offita

Spegillinn

Staða matvælaráðherra, staða Netanyahu og vandi fólks með offitu

Umboðsmaður alþingis birti á föstudag álit á reglugerð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um frestun á hvalveiðum síðasta sumar, þar sem hann segir þessa reglugerð ekki hafa átt sér nægilega skýra stoð í lögum og ekki hafi verið gætt kröfum stjórnsýsluréttar um gæta meðalhófs, þegar hún var innleidd nánast daginn áður en veiðar áttu hefjast. Umboðsmaður bendir í sínu áliti á ráðherra hafi verið með dýravelferarsjónarmið í huga en lögin snúist ekki um dýravelferð - heldur verndun stofnsins og viðhald hans, og segir ráðherra ekki hafa horft til grundvallarreglna um atvinnurétt og atvinnufrelsi. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, rýnir í stöðuna með Ævari Erni Jósepssyni.

Baráttu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, við hæstarétt landsins er ekki lokið. Meirihluti dómaranna - naumur vísu - samþykkti á nýársdag synja lögum staðfestingar sem þingið samþykkti í fyrrasumar. Samkvæmt þeim á draga úr eftirlitshlutverki hæstaréttar með lagasetningum þingsins. Þannig getur rétturinn fellt lög úr gildi ef hann telur þau gangi gegn grunnlögunum svonefndu, sem koma í staðinn fyrir hefðbundna stjórnarskrá. Og þetta er ekki allt, eins og Ásgeir Tómasson fer yfir í Spegli dagsins.

Ýmis búnaður á heilbrigðisstofnunum er óaðgengilegur fólki í ofþyngd. Dæmi eru um fólk passi ekki í rúm, segulómtæki og hjólastóla. Það verður gjarnan til þess hópur fólks veigrar sér við leita eftir heilbrigðisþjónustu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir fer yfir þetta mál með Helga Þór Leifssyni, framkvæmdastjóra klínískrar þjónustu á sjúkrahúsinu á Akureyri og Sólveigu SIgurðardóttur, formanni Samtaka fólks með offitu.

Frumflutt

8. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir