Spegillinn

Stjórnarskrármál í sjálfheldu, varnargarður rís, kjörstærð 20.000

Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það yrði undarleg niðurstaða ráðast í breytingar á stjórnarskrá en hrófla ekki við kaflanum um þjóðhöfðingjann.

Stjórnarskrármál á Íslandi séu í sjálfheldu og kaflinn um forsetann hafi þarfnast endurskoðunar frá stofnun lýðveldis. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður tók forseta tali í dag í kjölfar þess hann tilkynnti í nýársávarpi sínu hann ætlaði ekki gefa kost á sér í embættið á ný.

Framkvæmdir eru hafnar við varnargarð norðan við Grindavík. Unnið verður allan sólarhringinn. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir gert ráð fyrir á næstu tveimur vikum takist koma garðinum mestu leyti í þá hæð sem þarf til í bili.

Viðamikil könnun meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga sýnir þjónustan er almennt betri í fjölmennari sveitarfélögum en fámennari. Vífill Karlsson sérfræðingur í byggðarannsóknum segir margt erfiðara í fámennum samfélögum og hröð þróun og auknar kröfur um þjónustu krefjist sérfræðiþekkingar sem fámenn dreifbýlissveitarfélög ráði illa við. Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kári Guðmundsson.

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir