• 00:00:29Hreinorkubílar
  • 00:09:01Efnahagsöngþveiti í Argentínu
  • 00:13:11Palestína, rasismi og tveggja ríkja lausn

Spegillinn

Ríkisstyrktir hreinorkubílar, mótmæli í Argentínu, Jón Ormur um Gaza

Um áramót verður hætt veita kaupendum vistvænna bíla afslátt af virðisaukaskatti og frá nýjársdegi verða teknir upp beinir styrkir af vistvænum bílum, þó aðeins svokölluðum hreinorkubílum. Orkusjóður, sem heyrir undir Orkustofnun, fékk það verkefni í fangið smíða kerfi utan um styrkina. Ríkið ætlar styrkja kaupendur hreinorkubíla um 30 milljarða króna á næstu fimm árum, til stuðla orkuskiptum, mest fyrstu tvö árin.

Mörgþúsund Argentínumenn mótmæltu í gærkvöld stjórnarháttum nýkjörins forseta. Hann kynnti í gær þrjátíu neyðartilskipanir sem hann ætlar nota til bjarga efnahag landsins.

Enn er þráttað um orðalag í boðaðri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Á meðan heldur Ísraelsher árásum sínum áfram og fórnarlömbin eru aðallega almennir borgarar og þar eru hvorki konur börn undanskilin, ekki frekar en í skelfilegri hryðjuverkaárás Hamas, sem varð kveikjan ofsafengnum viðbrögðum Ísraelshers. Ísrael skákar í skjóli réttarins til verja sig, og þetta bergmála vestrænir ráðamenn sem fylgja Ísraelum málum. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir þessa afsökun ekki duga lengur.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússson.

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,