• 00:00:08Gosið og Grindavík
  • 00:07:41Umdeild flóttamannastefna ESB
  • 00:11:50Palestína - ein í heiminum?

Spegillinn

Grindavík og gos, flóttamannastefna ESB og stríð Hamas og Ísraels

20. desember 2023

Grindvíkingar eiga margir enn í húsnæðisvanda og margt þarf gera áður en þeir geta snúið aftur til síns heima eftir gosi lýkur, hvenær sem það verður. Fannar Jónasson bæjarstjóri hvetur fólk til flýta sér hægt og ætlar sjálfur líklega bíða til vors áður en hann snýr aftur til Grindavíkur. Því þangað ætlar hann, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Ævar Örn Jósepsson talaði við Fannar.

Ríki í Suður-Evrópu fagna nýsamþykktri stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Hjálparstofnanir segja hún hættuleg og eigi eftir valda enn fleiri dauðsföllum fólks á hafi úti. Ásgeir Tómasson tók saman.

Yfirstandandi stríðsátök Ísraelshers og Hamas hófust með grimmdarlegri hryðjuverkaárás þeirra síðarnefndu á Ísrael þann 7. október, þar sem þeir myrtu hátt á níunda hundrað almennra borgara og um eða yfir 300 ísraelska her- og lögreglumenn. Ísraelar brugðust við af mikilli hörku og hefur Ísraelsher drepið um 20.000 Gazabúa síðan, óbreytta borgara mklum meirihluta, þar á meðal þúsundir barna. Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, segir í grein sem birtist í Heimildinni á dögunum, þessi árás Hamas og viðbrögð Ísraels og stuðningur Bandaríkjanna við þau hafi markað ákveðin þáttaskil. Ævar Örn Jósepsson spurði hann í hverju þau fælust.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir