• 00:00:00Kynning
  • 00:00:36COP28
  • 00:08:38Leikskólamál - tekjuskerðing
  • 00:15:16Tyrkir hækka stýrivextina
  • 00:19:14Kveðja

Spegillinn

COP28 byrjar senn og bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla

Þúsundir stjórnmála- og embættismanna, vísindamanna, fulltrúa hagsmunaaðila, umhverfissamtaka ógleymdum herskara fjölmiðlafólks flykkjast brátt á 28.loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um mánaðamótin. Finnur Ricart Andrason, forseti ungra umhverfissinna segir þetta mikilvægan vettvang en bara eitt tól af mörgum.

VR stóð í dag fyrir fundi um leikskólamál út frá ýmsum sjónarhornum. Victor Karl Magnússon sérfræðingur hjá VR fjallaði um tekjuskerðingu foreldra í fæðingarorlofi og hinu margumrædda umönnunarbili á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Seðlabanki Tyrklands hækkaði í dag stýrivexti um fimm prósentustig í þeirri viðleitni slá á verðbólguna. Þeir eru komnir í fjörutíu prósent og eru hvergi hærri í nýmarkaðsríkjum heimsins.

Umsjón: Anna Krístin Jónsdóttir. Tæknimaður Mark Eldred

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir