Spegillinn

Skotárás og átök glæphópa, óveðurslægðin Ciaran og 3. orkupakkinn

2. nóvember 2023

Skotárás var gerð í Úlfarsárdal í Reykjavík og maður skotinn en útkrifaður af sjúkrahúsi síðdegis, nokkrum skotum var hleypt af og eitt fór í íbúð fólks sem tengdist málinu ekkert. Lögregla talar um átök milli hópa en hefur lítið látið uppi frekar. Viðbúnaður lögreglu var aukinn á meðan leit var gerð árásarmanni. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir skiljanlegt slíkar frettir veki fólki óhug. Auka þurfi sýnileika lögreglu en líka til ungra karla sem fóti sig illa í samfélaginu.

Vitað er um fimm dauðsföll af völdum óveðurslægðarinnar Cierán sem hefur farið yfir Bretlandseyjar og hluta af meginlandi Evrópu síðastliðinn sólarhring. Vindhraðinn hefur farið yfir fimmtíu metra á sekúndu. Á aðra milljón heimila eru án rafmagns.

Hæstiréttur Noregs komst í vikunni þeirri niðurstöðu innleiðing þriðja orkupakkans í lög þar í landi hefði vissulega haft í för með sér framsal á valdi, en tilfærslan væri takmörkuð. Árni Páll Árnason, varaforseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA telur staða Íslands og Noregs ekki sambærileg þegar kemur 3. orkupakkanum því ákvæði um sameiginlega raforkumarkað eigi ekki við hér; Ísland er ekki tengt evrópsku orkusvæði.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,