Spegillinn

Jörð skelfur norðan við Grindavík og þrýstingur á fjárlaganefnd

25. október 2023

Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst norðan við Grindavík í nótt. Ekki er sjá merki um gosóróa en um margt minnir hrinan á aðdraganda fyrri gosa. Bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúar hafi fundið vel fyrir skjálfta upp á 4,5 í morgun en séu öllu vanir.

Bændasamtök Íslands telja neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði, afkomubrestur í flestum greinum og bændur geti ekki greitt sér lágmarkslaun. Stýrivaxtahækkanir ofan í aðrar hækkanir hafi aukið fjármagnskostnað svo mikið á tveimur árum greiði þeir 8,6 milljarða með framleiðslunni úr eigin vasa.

Formaður Starfsgreinsambandsins segir ef semja á til langs tíma verði vinna bug á verðbólgu og vöxtum; það geri verkalýðshreyfingin ekki ein.

Sameinuðu þjóðirnar gætu þurft gera hlé á mannúðaraðstoð sinni á Gaza-svæðinu í kvöld, vegna skorts á eldsneyti og rafmagnsleysis sem því fylgir. Læknir á Gaza segir spítala sinn verða fjöldagröf án rafmagns.

Opnað hefur verið fyrir umferð um brú yfir Þorskafjörð.

Repúblikaninn Mike Johnson var síðdegis kosinn forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins.

-------------

Fjárlaganefnd Alþingis þarf tala afstöðu til krafna um ríflega hundrað milljarða króna útgjaldaaukningu á fjárlögum. Það er erfitt verk því fari útgjaldaaukningin úr böndunum er viðbúið Seðlabankinn svari með vaxtahækkun.

Eitt ár er frá því Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands. Helmingur landsmanna telur hann hafi staðið sig illa í starfi. Einungis ellefu prósent eru ánægð með hann.

Í fyrra fæddust um 4.400 börn á Íslandi og hefur frjósemi í landinu aldrei verið minni. Lengi vel var frjósemi hér meiri en annars staðar á Norðurlöndum en dregið hefur saman segir Ólöf Garðarsdóttir, sagnfræðingur og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir