Spegillinn

Kvennaverkfall og vanmat í samningi við Microsoft

23. október 2023

Fjármálaráðuneytið vanmat breytingar sem fylgdu heildarsamningi við Microsoft fyrir fimm árum, og væntingar um hátt í sex milljarða króna árlegan sparnað gengu ekki eftir. Þetta er meðal niðurstaðna í úttekt Ríkisendurskoðunar.

Héraðsdómur verður dómi Landsréttar taka hryðjuverkamálið til efnislegrar umfjöllunar þó ákæru hafi verið vísað frá í tvígang.

Gengi bréfa í Marel hækkaði mjög þegar spurðist út erlendir fjárfestar vildu taka það yfir.

Von er á miklum fjölda í miðborg Reykjavík í tilefni kvennaverkfalls á morgun. Verkfallið hefur til dæmis mikil áhrif skólastarf og ríkisstjórnarfundi hefur verið frestað.

Offramboð varð á ákveðnum tegundum af útiræktuðu grænmeti eftir sumarið. Formaður félags garðyrkjubænda segir erfitt keppa við ódýrar vörur frá Evrópu.

Bullandi síldveiði er fyrir vestan land; skipstjórinn á Beiti er á heimstími með rúmlega 1.400 tonn.

----------------

Í aðdraganda kvennafrísins 1975 vissu menn varla hvernig átti taka því og á stundum var reynt slá því upp í grín. Viðhorfið breyttist í ljósi þátttöku og heimsathygli, segir sagnfræðingur og einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins á morgun segir þó áfram hafi miðað baráttunni ekki lokið, ekki síst gegn kynbundnu ofbeldi.

Nýjustu vendingar í dönskum stjórnvöldum urðu í morgun, þegar formaður hægri flokksins, Venstre, Jakob Ellemann-Jensen, tilkynnti hann væri hættur afskiptum af dönskum stjórnmálum

Samviskubit líka kvíði og skömm hefur mikil áhrif á líf mjög magra mæðra en við sjáum ekki sama mynstur hjá feðrunum segir lektor í uppeldis og menntunarfræði á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

23. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir