Spegillinn

Gaza, morðvopn, önnur sýruárás, áhrif loftslagsbreytinga á lífið

18. október 2023

Sextíu tonn af hjálpargögnum eru á leið á Gaza eftir Ísraelar tilkynntu þeir stæðu ekki í vegi fyrir aðstoð kæmist þangað í dag. Utanríkisráðherra fordæmir árás á spítala í gær.

Eiginkona og dóttir mannsins, sem var myrtur í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar, fundu blóðugan hníf við tiltekt í íbúðinni í fyrradag. Vopnið hafði ekki fundist í rannsókn lögreglu.

Stíflueyði var kastað á dreng á skólalóð í Reykjavík á sunnudag. Enn er óvíst hvort stúlkan sem fékk stíflueyði í andlitið í fyrrakvöld hlýtur varanlegan skaða.

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur rammaáætlun hugsanlega komin á endastöð. Sambærilegt fyrirkomulag hafi verið aflagt í Noregi árið 2016.

Robert Kennedy yngri gæti sett strik í reikninginn fyrir Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

***

Í fréttaskýringarhluta Spegilsins var rætt um áhrif loftslags á almenning, sjávarútveg, ferðaþjónustu og landbúnað svo eitthvað nefnt og rætt við Pétur Sigurðsson smábátasjómann og framkvæmdastjóra smábátaútgerðarinnar Sólrúnar á Árskógssandi, Halldór Björnsson loftslagsfræðing,Tristan Darra Stefánsson grunnskólanema, Jónu Fanneyju Friðriksdóttur leiðsögumann, Birkir Þór Heiðarsson föður og Hermann Inga Gunnarsson kúabónda í Klauf.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði útsendingu frétta.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir