Spegillinn

Verndun lax í ólagi, vargöld á Haítí og kommúnistarapp

Maður á sextugsaldri sem fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld fyrir einni og hálfri viku var myrtur.

Fimm flokka þyrfti til mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar miðað við niðurstöður Þjóðarpúls.

Kaupmáttur dróst saman í fyrra, en jókst ekki eins og Hagstofa hafði áður greint frá.

Búist er við Seðlabankinn tilkynni á morgun um fimmtándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Nýtt bóluefni gegn HPV-veirunni veitir góða vörn gegn kynfæravörtum og krabbameini. Í fyrsta sinn verða önnur kyn en stúlkur bólusett.

Þúsund manna lið frá Kenía fær það verkefni aðstoða her og lögreglu á Haítí við ráða niðurlögum glæpahópa sem halda þjóðinni í heljargreipum.

Verndun villts lax og eftirlit með sjókvíaeldi er greinilega ekki í lagi, segir prófessor í umhverfisrétti sem telur Ísland bregðast skyldum sínum til verja líffræðilega fjölbreytni.

Ungliðahreyfing kínverska kommúnistaflokksins nýtir rappara - sem áður voru í ónáð - til til ungs fólks. Flokkinn vantar nýtt blóð.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir