Spegillinn

Hvalur 8 kyrrsettur, bæjarráð mótfallið sameiningu MA og VMA

Hvalveiðiskipið Hvalur átta hefur verið kyrrsett eftir veiðimönnum mistókst aflífa langreyð í fyrsta skoti. Samkvæmt verulega hertum reglum matvælaráðherra þarf skjóta hval tafarlaust aftur ef fyrsta skot geigar. Forstjóri Matvælastofnunar, Hrönn Ólína Jörundsdóttir segir töluvert hafi liðið á milli skota.

Bæjarráð Akureyrar er mótfallið sameiningu Menntaskólans og Verkmenntaskólans í bænum.

Seðlabanki Evrópu hækkaði í dag stýrivexti á evrusvæðinu í tíunda skipti í röð.

Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins er látinn. Hann varð áttatíu og sex ára. Bjarna var minnst í fréttatímanum.

Pál Winkel fangelsismálastjóri skilur fangar á Litla-Hrauni mótmæli bágum kjörum. Föngunum verði ekki refsað fyrir.

Hunter Biden sonur Bandaríkjaforseta hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot.

Borgin Derna í austurhluta landsins varð verst úti í óveðri í Líbíu á dögunum. Áætlað er um 18-20.000 hafi látið lífið þegar tvær stíflur í nánd við borgina brustu og vatn fossaði um hana.

15% Íslendinga eru andvíg því fólk ráði því sjálft hvernig það skilgreinir kyn sitt. Karlar eru mun andsnúari því en konur. Þetta sýnir könnun Fjölmiðlanefndar.

Fjöldi aldraðra kemur til með tvöfaldast á næstu tuttugu og fimm árum, og fólki í aldurshópnum áttatíu til áttatíu og níu ára gæti fjölgað um áttatíu og fimm prósent á næsta áratug.

Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon. Annalísa Hermannsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir